Nú er komin internet tenging hjá okkur hérna í Calgary. Við erum búin að vera að bölva nágrönnunum okkar í sand og ösku fyrir að vera með svona lélega þráðlausa tengingu fyrir okkur að stela af.
En í dag fengum við okkar eigin kapal, og þvílíkur lúxus. Það er nefnilega ómögulegt að búa í borg sem byggist upp á verslunarmiðstöðvum án þess að geta tjékkað á í hvaða "molli" hin og þessi búð er og á hvaða strætum eða breiðgötum þessi blessuðu "sjopping-moll" eru.
Hinsvegar er íbúðin okkar alveg í miðbænum þannig að allar helstu verslunarmiðstöðvarnar eru í göngufæri. Heppin við!
Svo erum við bara 4 götum frá helstu menningargötunni með öllum kósý matsölustöðunum og flottu búðunum samkvæmt hinum innfæddu.
Við erum reyndar bæði búin að labba þessa götu og okkur fannst nú lítið til hennar koma. Ekkert nema skyndibitastaðir, framköllunarstofur og eitt stykki Western Canada High School.
Annars vorum við að sporðrenna (ef svo má að orði komast) sinni hvorri steikinni, því það er víst það ódýrasta sem hægt er að kaupa í matinn... ekki amalegt það! Höfðum með því sósu, salat og sætuhnúða.
Svo stefnir allt í bílaleigubíl og akstur um Klettafjöll um helgina. Dúndra myndunum inn um leið og ég get.
Bless í bili.
fimmtudagur, 4. október 2007
Blessað Alnetið.
Birt af
Þórir
kl.
02:14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Ég held ad thórir sé ekkert svakalega fyrir verslunarmidstødvar, kannski kringluna? - Ekki láta bjørn éta thig í fjøllunum, frekar elg
ég myndi frekar vilja vera étinn af birni en elg... held að það gæti tekið svo rosalega langann tíma að vera étinn af elgnum....
Vildi að ég gæti komið þarna út til þín Þórir minn og við gætum deilt sameiginlegri ást okkar á verslunarmiðstöðvum
hvað ertu að gera í kanada?
ég er heimavinnandi!
hæ eruð þið búin að tjékka á tónleikum í calgary á næstunni?
bright eyes er 31. október, tokyo police club 14.okt, stars 20. nóvember og broken social scene 14. des.
http://www.tibconcerts.com/calgary-concert-tickets.html
kv. ingarun
búið þið ekki annars í algary? er það ekki vinabær calgary?
jei bibban fylgist með....eruði komin með harðsperrur í kjálkana af víðvangs*****?
heyrðu tölvan mín vill bara ekki skrifa sé... hvað er málið
hvað ertu að gera í kanada?
Ég geri ekkert nema að hanga í verslunarmiðstöðvum hérna í Calgary elsku Gummi minn...
Skrifa ummæli