þriðjudagur, 23. október 2007

Cherry Garcia

Akkúrat núna situr Júlía í námsbókahrúgu á miðju stofugólfinu og hakkar í sig Ben & Jerry's ís. Við erum alveg sammála um að þeir sem læra fyrir próf þurfi að fá nóg að borða og þá sérstaklega eitthvað virkilega gott. Þess vegna fengum við okkur ost/salsa/rjómaost/nachos í kvöldmat í gær og erum að hugsa um að sleppa því að elda kjúklinginn sem er inní ísskáp og panta frekar flatböku frá Domino's núna.

Helgin hefur liðið hjá í próflestrarhangsi. Ég tek að sjálfsögðu fullan þátt í því þó að ég sé ekkert að læra. Fæ þó stundum upplesna skemmtilega vitneskju um hagfræði og fjármál.
"The individuals economic problem ... Limited Income - Unlimited Wants" þrumar hún alltíeinu yfir mér svo ég hrekk við og segir svo að það lýsi okkar stöðu fullkomlega.

Svo hlakkaði okkur bæði afskaplega til mánudagsins því að það voru miklar hrakspár um verðbréfamarkaðina fyrir helgi. Einnig er olíutunnan í sögulegu hámarki og samkvæmt spekingum á hún eftir að hækka töluvert meira.
Svona er Calgary að fara með okkur. Það kemst enginn hjá því að vita svona hluti í þessarri beinhörðu olíubissnessborg.

Megin skemmtun helgarinnar hefur þó verið gjöfin sem ég gaf námsmærinni eftir skóla á fimmtudaginn. Ég er búinn að mynda eina setningu á ísskápinn: "Ich musse ein enorm Wurst gehast aber nicht mit Milch."
Ég held að tíundabekkjar þýskan mín myndi ekki koma mér langt í landinu sem er yfir öllum öðrum.

Engin ummæli: