Já, við náðum ekki að elda kvikindið á sjálfa þakkargjörðahátíðina svo ég eldaði hann bara í gær. Júlía var í skólanum allan daginn og ég sem hafði aldrei séð kalkún né smakkað öðruvísi en í sneiðum ofaná brauð.
En þetta var nú ekkert svo flókið, sérstaklega þegar maður hefur aðgang að internetinu. Og þegar fyllingin er keypt frosin útí búð. Frekar "idiotproof" hefði ég haldið. Júlía var ekkert nema augun þegar hún kom heim og spurði hvort ég hristi bara brúnaðar kartöflur fram úr erminni hvenær sem væri (veit ekki hvort það er venjan að hafa svoleiðis með blessuðu fiðurfénu en það var allavega ekkert slor).
Annars hefur þessi vika verið í rólegri kantinum. Aðallega hangið heima í einhverri afslöppun. Er reyndar búinn að komast að því hvar allar helstu ljósmyndavörubúðir borgarinnar eru. Fór í eina þeirra og strákurinn sem afgreiddi mig sagði mér að ég ætti að fara á hina og þessa staði að láta framkalla hinar og þessar filmur. Algjör viskubrunnur. Svona eru Kanadamenn æðislegir.
Júlía er í stresskasti yfir einhverju skólaverkefni sem hún á að skila á eftir. Ég ætla að fylgja henni í skólann svo hún skili því nú örugglega og svo eftir tímann ætlum við að fara á mest kósý götuna sem við höfum fundið, Kensington Road. Hún er svo svakalega kósý af því að það eru alveg 3 alltílagi kaffihús (þar af huggulegasta Starbucks sem við höfum séð), bókabúð, plötubúð og bíó sem sýnir indie-, international- og gamlar myndir.
Svo erum við að fara á tónleika annað kvöld með The New Pornographers.
Bless
fimmtudagur, 11. október 2007
Kalkúnn (framhald)
Birt af
Þórir
kl.
14:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Rooosalega flottur rómantískur kvöldverður fyrir tvo, dugði 4 kílóa fiðurféð fyrir ykkur bæði...ha,ha,
Bestu kveðjur, MP
Þórir ég sé að það ætti ekki að vera ves fyrir þig að fá vinnu í calgary og það í kurling klubbnum...td. þetta: KITCHEN:
Restaurant/Cafe/Bistro - Looking for that one special person who can do it all. Reasonable hours and good starting wage
en huggulegt kvöld hjá ykkur greinilega og vá ertu að grína með hvað ég elska bólstrið á stólunum...svo hrikalega töff Bibbs
Skrifa ummæli