fimmtudagur, 18. október 2007

Knock, knock...

Afar skrítin lífsreynsla í gær. Ég vaknaði náttúrulega klukkan korter í 8 þegar neminn var að búa sig undir tæplega 10 tíma skóladag. Skaust framúr og gæddi mér á seríósi. Eftir að skólastelpan var farin út um dyrnar gerðist fátt þar til klukkan 4 p.m. (við erum nefnilega búin að skipta yfir í a.m. og p.m. klukkukerfi), fyrir utan þegar hreingerningardömurnar bönkuðu uppá.
Ég lá í makindum mínum í sófanum í joggingbuxum, með úfið hár og tölvuna á bumbunni. Allt á hvolfi í eldhúsinu því ég var ekki byrjaður á heimilisverkunum, dreg þau eins lengi og hægt er.
Alltíeinu heyrast þessar líka rosa drunur frá útidyrahurðinni (því að á henni hangir dyrahamar). Ég stekk á lappir, fimur sem fíll, hleyp að hurðinni og klessi auganu upp að njósnagatinu og viti menn... fyrir utan standa tvær konur á óræðum aldri og önnur þeirra er að teygja sig í dyrahamarinn sem hún var næstum búin að brjóta hurðina niður með ca. 7 sekúndum fyrr. Ég leyfi henni að banka því ég held að það sé hennar eina ánægja í lífinu og opna svo eftir mátulega bið.
"Did you want roomservice?"
"Cleaning and stuff?" stama ég.
"Yeah."
"Sure, come right in."
Hvað gerir maður þegar einhver þrífur íbúðina manns? Sérstaklega að manni viðstöddum? Ætli ég setjist ekki við eldshúsborðið og hamri eitthvað á lyklaborðið til að virðast vera upptekinn. Þegar þær voru búnar að búa um rúmið og búnar að loka sig saman inná baðherberginu þá færði ég mig aftur í sófann svo þær gætu nú örugglega ryksugað undir eldhúsborðinu.
Eftir u.þ.b. 6 mínútur var íbúðin orðin eins ný og hreingerningardömurnar þotnar útum dyrnar aftur með eitt vesælt "Thank you." frá mér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað gerðist klukkan 4 PM?

Nafnlaus sagði...

vá fríkað.... mér finnst þú mjög hugrakkur að hleypa ókunnugu fólki inn á heimlilið þitt og leyfa því að loka sig saman inni á baði.... eflaust er ég búinn að horfa of mikið á CSI til að hafa hugrekkið þitt...
en 6 mín. vá ... vöskuðu þær líka upp?

Nafnlaus sagði...

Ég hefði staðið yfir þeim og rekið þær áfram.
Örugglega ekkert skemmtilegra en að standa yfir konum og segja þeim til fyrir verkum. Ekki oft sem það gerist.. Haaa? Venjulega er það öfugt. :'(
Kveðja Diðrik

Þórir sagði...

Já... ég hefði átt að reka þær áfram. Þá hefðu þær kannski vaskað upp líka (sem þær gerðu semsagt ekki).
Klukkan 4pm fór ég að sjálfsögðu að sækja myndir í framköllun. Það er það eina sem ég hef að gera hérna.