mánudagur, 8. október 2007

Loksins Þakkargjörðahátíð!!!

Þá er þessi stórmerkilegi dagur loksins runninn upp. Við erum búin að bíða spennt eftir honum alveg síðan að við föttuðum að hann væri frídagur ;)
Við keyptum að sjálfsögðu kalkún og frosna fyllingu í hann og ætlum að eyða deginum í eldhúsinu. Við eigum líka von á fólki í mat. Held samt að það verði bara einn gestur því við erum ennþá í þessum íslenska fílíng að bjóða fólki ca. 1-2 dögum fyrir veisluna.
En já, það verður semsagt afar amerískur dagur í dag. Enda þakkargjörðahátíð (eða Thanksgiving) einn sá amerískasti dagur sem til er.

Annars eyddum við allri helginni í Banff þjóðgarðinum í Klettafjöllum. Leigðum okkur bíl og keyrðum þangað uppeftir báða dagana. Og þvílík náttúra!
Fórum í tvær ágætis gönguferðir. Á laugardaginn keyrðum við upp að Lake Louise. Smaragðsgrænt jökulvatn í fjallasal í ca. 1750 metra hæð. Þaðan gengum við upp í 2134 metra hæð að vatni sem heitir Lake Agnes. Við það vatn er tehús þar sem hefði verið skemmtilegt að sitja inni og drekka te en þar sem við gleymdum öllum peningunum okkar í bílnum þá urðum við að láta okkur nægja að sitja úti og drekka kaffi af brúsa og narta í kex. Það var samt alveg í lagi þar sem himininn var næstum alveg heiðskýr og æðislegt útsýni.
Svo keyrðum við aðeins um þarna í þjóðgarðinum, sáum hjört inní miðjum bæ og brunuðum svo heim.

Sunnudaginn byrjuðum við á Dairy Queen því að á sunnudögum fær maður sér ís!
Eftir líter af mjólkurhristing á mann löbbuðum við inn ansi fínt gil sem kallast Johnston Canyon. Það var samt mun manngerðari slóð, næstum öll malbikuð og fín fyrir blessaða Kanana. Eftir það keyrðum við aðeins um Calgary og fundum nokkra huggulega staði í annars frekar kaldri borg.

En já. Í dag er það kalkúnn og ÚBBBSSS! Er klukkan orðin svona margt? Og kalkúnninn ennþá gaddfreðinn? Jæja, við hendum þá bara kjúklingabringum í örbylgjuofninn á "Speed Defrost"!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey þórir nenniru að senda Gnúsa sms um íssunnudagana og að það sé regla og mátt kannski bæta við þiðrjudögum fimmtudögum og föstudögum við í smsinu...hann er nebblega eitthvað ekki að trúa mér að maður verði að fá ís allavega einu sinni í viku...kallar mig íssjúkling...vantar smá hjálp ok?
Bibban

Nafnlaus sagði...

Eru einhverjir staðir í Kanada sem eiga sér jafn minnistæða sögu og San Diego?

Ron Burgundy: Discovered by the Germans in 1904, they named it San Diego, which of course in German means a whale's vagina.

Kveðja
ÓJ