föstudagur, 5. október 2007

"No, but I really want to go to Jamaica sometime."

Við kíktum á háskólabarinn í U of C í gær. Drógum hann Oliver, bekkjarfélaga hennar Júlíu, með okkar. Hann er frá Nígeríu og hefur afskaplega skemmtilegar skoðanir á lífinu. Hann hefur búið hérna í Canada í 7 ár og starfar sem endurskoðandi fyrir Kanadísku ríkisstjórnina. Hann ætlar samt að flytja aftur til Nígeríu og segir að með hans menntun og bakgrunn þá fái hann konunglega meðferð þar.
Við buðum honum að sjálfsögðu í þakkargjörðarveislu. Það eina sem hann bað um var að við byðum fleiri stelpum en strákum!

Það kom líka í ljós á barnum hvað fólk getur verið vitlaust. Þjónustustúlkan sem afgreiddi okkur heyrði nefnilega á okkur að við vorum útlendingar og spurði að sjálfsögðu hvaðan við værum. Svo sagði hún okkur að hún hafi sko verið að vinna sem módel fyrir Hawaiian Tropic. "I've been travelling all over the world for the job. All over Canada and to the States and Mexico and everything!". Þá spurði Oliver hvort að hún hafi nokkurntímann komið til Afríku. Svarið sem hann fékk er einmitt titillinn á þessarri færslu.

Oliver og Hawaiian Tropic stelpan sem langar til Jamaica
Oliver og Hawaiian Tropic stelpan.

Svo skutlaði Oliver okkur heim og við elduðum okkur brauð í ofni með bökuðum baunum og osti. Alvöru stúdentamatur það!

Erum að fara að pikka upp bílaleigubílinn eftir smá og versla fyrir helgarferðina okkar. Ætlum að skoða Banff og Jasper þjóðgarðana í Klettafjöllum.

Bæ bæ.

6 ummæli:

Kolbrun Yr sagði...

ohh hahahahahahaaha! eitt það besta sem að ég hef heyrt! knús til þín og Júlíu...

-Kolbrún Ýr

Nafnlaus sagði...

En yndislega skemmtilegt svar :)
Hafið það gott bæði tvö.
Kveðja úr frostinu
Guðný og Palli.

Nafnlaus sagði...

hej meiri tónleikar í calgary... MODEST MOUSE 2. nóvember:)

Nafnlaus sagði...

og caribou 4. nóv. calgary er bara the place to be þessa dagana. hvenær fáum við að sjá myndir úr íbúðinni?

Nafnlaus sagði...

og þið verðið þokkalega að fara á Boyz II Men 29. des í Calgary......
eins og flestir vita þá elska ég bojbönd (enda fór ég frekar að sjá 5ive í London á meðan allir vinir mínir fóru að sjá Oasis sama kvöld)...
kv. bragi

oskaringi sagði...

Hvad er svona fyndid vid thetta svar? Gafstu henni ekki ørugglega númerid mitt? Gæti jafnvel pikkad hana upp á leidinni til Asíu ??