Já, skjótt skipast veður í lofti.
Fyrir u.þ.b. 15 dögum þótti þessi núverandi heimaborg okkar sko ekki merkilegur pappír.
Þessa dagana þykir Calgary mikil uppspretta gleði og hamingju og gaman að þræða stræti hennar í leit að næstu óvæntu uppgötvun.
Ég held að stefnubreytingin hafi byrjað fyrir alvöru síðustu helgi þegar við keyrðum um hana á kagganum sem við leigðum. Þá tókum við eftir hverfum sem við hefðum jafnvel aldrei kíkt inní á tveimur jafnfljótum. Hefðum bara brunað framhjá í huggulegri lest.
Á fimmtudaginn skoðuðum við hverfi sem heitir því skemmtilega nafni Sunnyside. Það er í raun réttnefni því það er staðsett í brekku sem snýr í suður og baðar sig því í sólinni á hverjum degi.
Því það er alltaf gott veður hérna (allavega þessa dagana), heiðskýrt og stillt.
Ég var aðeins búinn að segja frá hverfinu í síðustu færslu, þ.e.a.s. Kensington road, en ekki frá öllum æðislegu (mis-niðurníddu) bakgörðunum og rauðu Lundúna-símaklefunum. Ég hugsa að þetta hverfi verði aðal viðfangsefni Ljósmyndarans héðan í frá.
Svo fórum við á tónleika á föstudagskvöldið. Hreint út sagt frábært band sem heitir "The New Pornographers". Vancouver band sem hefur allt. Töff söngvara og söngkonu, kúl gítarleikara, tilfinningaskertan tölvulúða, sæta hljómborðsstúlku, hippalegan bassaleikara og yndislega-lúðalegasta trymbil í heiminum. Og salurinn elskaði þau! Enda hress og skemmtileg hljómsveit. Mæli með að tjékka á þeim.
Í gær röltum við um miðbæinn og hverfið okkar, kíktum uppí Calgary Tower og eftir það sóttum við myndir úr framköllun. Kíkið endilega á www.thoriringvarsson.com við tækifæri.
Kveðjur frá Calgary.
sunnudagur, 14. október 2007
"Mér finnst Calgary ÆÐISLEG!!!"
Birt af
Þórir
kl.
20:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
sko ég reyni og reyni en blessuð síðan vill bara ekki birtast mér.... ég er alveg að fara gráta mér finnst þetta svo leiðinlegt því ég er viss um að þarna inni leynist hinn gómsætasti fjársjóður... og já, það er gott að framkalla.... þarf að fara koma þessum tuttugu filmum í ísskápnum mínum í svoleiðis...krúttukveðjur til júlíu.... mér er farið að finnast það alltaf meira spennandi að koma í heimsókn....
Skrifa ummæli