mánudagur, 29. október 2007

"My wifes first husband was Icelandic..."

"...his name was Helgi Eliasson (borið fram Í-læ-as-sun). Then he died and I married his widow." var setning sem við fengum að heyra frá leigubílstjóra í Edmonton, höfuðborg Alberta fylkis, um helgina. Hann var að keyra okkur á Halloween ball og á þessarri ca. 15-20 mínútna ferð fengum við að heyra gullmola eins og "My name is Andrews, A-N-D-R-E-W-S, Andrews. Yes sir!", "I got poked in the eye once.", "How are you on disease?" og "I have to clean my toes well. But that's alright because I have a man come over every two weeks to take care of my feet." Ég keypti líka fyrir hann kaffi sem hann vildi hafa "Medium, black with nuthin' in it!" og svo sýndi hann okkur hús bróður síns því það var í leiðinni.

Við vorum semsagt í heimsókn hjá Dave vini mínum sem ég kynntist á Interrail ferðalagi í fyrra. Hann er reyndar á milli húsnæða og býr því á sófanum hjá vinum sínum en við vorum alveg velkomin þar líka og fengum meira að segja sér herbergi.
Partýið var svo haldið í sal einhvers staðar í úthverfi borgarinnar og við vorum klædd sem Edmontonians (eða fólk frá Edmonton) í Oilers íshokkí treyjum og með Tim Hortons pappakaffibolla (reyndar fulla af bjór allt kvöldið). Frumlegasti hópurinn að okkar mati var þriggja manna og klæddur sem tómatsósa, sinnep og relish. Það eru engar myndir af okkur því við gleymdum bæði myndavélum.

Edmonton er OLÍUBORGIN í Alberta. Þar er líka stærsta verslunarmiðstöð í Kanada (West Edmonton Mall, sem var að sjálfsögðu það fyrsta sem við skoðuðum) og svo kallar borgin sig "The City of Champions" því þegar þeir Wayne Gretzky og Mark Messier spiluðu hokkí með Edmonton Oliers þá unnu þeir NHL bikarinn 5 sinnum á 7 árum. Þeir félagar fengu að launum götur nefndar eftir sér í borginni (Mark Messier Trail og Wayne Gretzky Drive). Síðan þá hafa Oliers þó eiginlega ekki unnið neitt og Edmontonians eru varla meistarar í neinu nema einhverju olíutengdu og þaðan kemur líklega eitt skemmtilegasta götunafn borgarinnar, Gasoline Alley.

En já, áður en Edmonton ævintýrið byrjaði þá keyrðum við frá Calgary inní Klettafjöll og norður í fjallabæinn Jasper. Á leiðinni þangað sáum við "Big Horn Sheep", fjalla geit og sléttuúlf. Svo þegar við keyrðum inn í bæinn stóð heil hjörð af hjörtum á miðjum veginum. Þegar við sáum þetta þá fór okkur að langa í mat og keyrðum beint á næsta steikhús þar sem ég slátraði vænum hnulla af buffalo og svo ca. þriðjung af 16 oz. Alberta steikinni hennar Júlíu.

Daginn eftir brunuðum við svo til Edmonton og sáum margt skemmtilegt á leiðinni eins og olíubora, fleiri geitur og hirti, ógeðslega iðnaðarbæi, fleiri húsbíla en við höfum séð á samanlögðum ævum okkar, eins mörg mótel og hægt er að láta sig dreyma um, skotvopnabúðina Moving Targets og niðurnídda sveitabæi.

Í gær á leiðinni frá Edmonton sáum við svo endalaust margar Alberta steikur sem ennþá á eftir að slátra, fleiri olíubora og ennþá fleiri húsbíla.
Þegar við loksins komum heim til Calgary í gærkvöld fórum við beint á tónleika með Do Make Say Think og það var bara hörkugaman.

Takk fyrir langan lestur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að láta þig vita að það er selt butterfinger í einni sjoppu á Íslandi. Er selt butterfinger í Calgary? Ha? Nei?

Damn, hljómar vel. Væri til í að vera að gera eitthvað í þessum dúr. Eða bara eitthvað. Eitthvað annað en að vera í HÍ. Lesandi álíka leiðinlegt efni og Júlía. Sem ég hef aldrei hitt eða talað við.

Hvernig væri nú að bæta úr því? Svona í náinni framtíð?

Annars.
Hafið það gott
Kveðja
Diðrik

Nafnlaus sagði...

Klárlega bezta leigubílaferð sem ég hef farið í! Sir Andrews náði að gera John the Narrator (félaga Dave sem hýsti hann milli heimila, og okkur) kjaftstopp sem verður að teljast afrek.

Takk fyrir að draga mig í land í Jasper, ég skil ekki svona únsukerfi!

Frábær ferð í alla staði. Danke schön:)

Nafnlaus sagði...

Þú verður klárlega að fara að kenna henni Júlíu að klára matinn sinn... hvað með allt fólkið í Afríku...

En já vildi bara henda inn einu commenti hérna svona til að sýna að maður er nú að fylgjast með

Kolbrún biður að heilsa

Heilserí til allra

-Siggi

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.