Spændi í gegnum "A man without a country", safn pistla eftir Kurt Vonnegut, í gærkvöld. Hressandi, bætandi og grætandi bók. Boðskapur: Verum góð við hvort annað og áttum okkur á því þegar okkur líður vel.
Mér leið vel í gær þegar við römbuðum á gott kaffihús í þessarri blessuðu borg, og það einungis nokkrum strætum frá svítublokkinni okkar. Kaffihús með sál. Kaffihús þar sem maður hefur meira að segja val á milli porselín bolla eða þessarra guðsvoluðu pappadalla sem allir kana(da)r hlaupa í hringi með.
Ég held að ég hafi aldrei séð jafn mörg pappaglös og hér. Hvaðan koma þau öll? Hvar er Starbucks skógurinn sem sér þeim fyrir trjánum í öll þessi ílát? Ætli það sé ekki í Mexíkó eða Kína, einhverstaðar víðsfjarri svo það sé nú örugglega hægt að flytja þessi pappírsmál heimshorna á milli.
Nóg um það! Nú þarf ég að heimsækja framköllunarstofuna mína í fjórða skiptið á jafn mörgum dögum því ég er framköllunarfíkill.
mánudagur, 15. október 2007
Kilgore Trout og double cappuccino "to stay"
Birt af
Þórir
kl.
16:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli